Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Nú er sól

og blíða og engin rigning allavega þessa stundina svo maður heldur í vonina að það sé aftur komið sumar. Verst að þurfa að vinna inni í svona veðri langt fram á kvöld. Fríhelgi að hluta til tek aukavakt annað kvöld næturvakt. Og nú er komin aldursgreining á krossinn og úrið að vísu ekki 100% en allt að því Sérfræðingur í gömlum hlutum telur úrið sem félagi minn tók upp af sjávarbotni sé innflutt líklega frá veldi Dana og sé frá byrjun 20 aldar eða lok 19 aldar Krossinn samkvæmt útliti og einhverju öðru sem ég skil ekki er líklega smíðaður erlendis um miðja 19 öld.Semsagt gamalt.Líklega hefur einhver misst þetta hvorutveggja þar sem ekki er vitað um nein skipsflök á þessum stað Samt aldrei hægt að útiloka það alveg Maður verður bara að fara að gramsa í gömlum annálum til að vera viss..

hún hefur

ekki getað naglalakkað sig eða púðrað í tuktinu og þess vegna ekki þolað vistina
mbl.is Látin laus samkvæmt læknisráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skroppið var

niður á sjávarbotn á nýjan stað á Kjalarnesinu í gær. Ekki ætlaði að ganga að komast niður enda ekkert nema grynningar og sker en eftir langt sund út komust við snögglega niður á 20 metranna og í mikinn þangskóg. Niður á 25 metranna fórum við og komum við þá biður á allskonar  drasl einsog gamla mjólkurfötu,mjólkurbrúsa,netabobbing,stuðara af bíl og margt margt fleira. Svo þetta fór í hálfgerða fjársjóðsleit Fundum þó ekkert gull né gersemar og þó...Félaginn fann gamalt úr til að hafa í vasa í keðju og brotið gler en líklega samt hægt að gera upp. Og í lok köfunar nánast í fjöruborðinu rak ég augun í glitrandi hlut og pikkaði það upp Það reyndist vera kross og það frekar gamall í útliti heill að framann en aðeins farin að á sjá á bakhlutanum Ákvað að láta mynd af honum fylgja með.....

 kross


Búinn að

fatta það að það borgar sig ekki að háma í sig rop og prumpfæði eins og t.d. rúgbrauði og öðru skyldu.Og fara síðan og lenda í smá biðröð. Eins og gamall þýskur Tigerskriðdreki úr seinna stríði miðaði ég óvart út næstu manneskju fyrir aftan mig og hleypti af þessari svakalegri gasfýlubombu beint í feisið. Manneskjan sem ekkert átti von á hryðjuverkaárás á íslenskri grundu var varla búin að taka við fyrstu sendingu þegar önnur kom með þá þriðju í kjölfarið Sú sending var aftur á móti hávær hinar voru hljóðlausar. Húðliturinn breyttist úr hvítu í grænt.

Þá vitið þið það sleppið rúgbrauðinu áður en haldið er í biðraðir....annars eigið þið á hættu t.d ef þið væruð stödd í USA að vera handsömuð og dæmd sem hryðjuverkasamtök eða þannig..... 


05062007

Sú yngsta af frænkunum þremur (5ára) hringdi til að minna á afmælið sitt og það væri skylda að mæta. Allt í lagi með það en afmælið er ekki fyrr en um miðjan september. Allur er varinn góður að minna á afmælið sitt. Þannig að maður fer beinustu leið úr krókódílakjöftum í barnaafmæli. Spurning hvort er hættulegra hehehe.....bara djók. Þær systurnar eru svo búnar að ákveða það að þær ætli að fara með mínum bíl í bústaðaferð í júlí en ekki með foreldrum Ástæðan að þá geta þær horft á dvd á leiðinni. Þegar dvd spilarinn var ástæðan andaði ég pínu léttar Var farin að sjá fyrir mér þær tvær + ein vera búnar að sameinast en sú eina er enn að stússast í frændafeðramálum eða þannig......

Svo var einn gamall vinur sem er forfallinn golfáhugamaður að biðja mig um að kafa fyrir utan völlinn út á Seltjarnarnesi til að sækja kúlur en þær liggja í hundraðatali á botninum Síðast tók ég upp fyrir kauða fullann 25 kilóa poka fulla af kúlum Hann er búinn að skjóta þeim öllum út í gráan sjóinn aftur. Hann nefnilega hittir sjaldan þá holu sem skjóta á í það og það skiptið....Nú verður hann fúll...

En það fer eftir veðri og vindum Ef ekki eyði ég frídeginum á morgun til að redda tölvuskrattanum Í þetta sinnið er ég að hugsa um að varpa microsoft fyrir róða.Eða ég geri eitthvað annað ef ég nenni því ekki.

 


Nýjasta nýtt

Nú er boðið uppá það að ef maður á enga skiptimynt í fórum sínum og maður er staddur á Þingvöllum,en vill samt sem áður óska sér við Flosagjá (Peningjagjá) þá getur maður bara hent kreditkortinu útí Brátt verður boðið uppá raðgreiðslur til 12 mánaða án vaxta....

Og hvernig er það er ekki komið sumar eða er sumarið barasta búið í ár ??

 


Þessi ætlaði

sér í djúpköfun en komst ekki dýpra en þetta:

grunn köfun


ævi manns

í fljótandi formi:

fljótandi


freistandi tilboð

uppí hendurnar sísvona.Var að fá mail að utan,frá Kanada.Á fullt af skyldfólki á þeim slóðum.Einn af þeim hefur verið í skemmtiferðaskipabransanum í ótal ár. Reyndar þau öll fjölskyldan.Fædd og uppalin í sama bissnessinum.Hann var að koma með það tilboð að næsta sumar eða í lok næsta sumars að ég eða við frúin myndum ráða okkur á eitt slíkt skip en það vantar fólk á eitthvað nýtt skip sem er að fara á flot og verður staðsett á Karabiska hafinu. Hann bauð starf ljósmyndara um borð en það hlutverk er þannig að ljósmyndarinn þvælist um allt skip og í landlegum fer með farþegum í skoðunarferðir og reynir að taka góðar snjallar skemmtilegar myndir af áhöfn og farþegum.Skipið útvegar græjurnar. Frítt fæði fríar ferðir og hver ferð er áætluð 4 vikur.Freistandi.

Hugsa málið eftir ferðina í mars á næsta ári.


loks smá

tími fyrir blogg. Búið að vera nóg að snúast þessa helgina.Vinnan,síðan próf í ferðamannafræðum svona skyndi.Hitti svo einn bloggvin eða öllufremur bloggvinkonu. Að vísu bara stutta stund því ég lenti í því að redda systur konunar sem vinnur á bar og tók strákanna sína með sem enn eru undir lögaldri svo ég þurfti að redda þeim en hún var billaus.Vonandi verða bara næstu kynni lengri. Í gær breyttist vaktin skyndilega einn þurfti á skiptum að halda vinn fyrir hann næstu helgi. Í stað vinnu var farið í Kringluna og síðan í heimsókn Þar biðu eftir mér 2 litlar frænkur og lenti ég í tískusýningu því þær voru að fá kjóla að utan og vildu endilega sýna mér. Dagurinn + kvöldið fór aðalega í þær dömurnar. Á svo vakt í dag 13-22 á þessum haustveðurssumardegi í júní.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband