Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Varð að

lauma hér inn tveimur góðum frá því í sumar:

hópur    tanni


langur dagur

í dag. Skreið á fætum um kl 04:00 að íslenskum staðartíma til að skutla einum uppá völl sem var að fara á heitan stað næstu 3 mánuðina. Svo var vinna og eftir vinnu afmæli.Skyldumæting hjá einni frænkunni sem á afmæli i dag.Þannig að ekkert busl þessa helgina. Vinn það upp á mánudag hehe þá er ég í fríi eða þannig. Kannski maður baði sig þá á Þingvöllum í allri munderingunni. Þurfti að fara framhjá Smáranum i dag og tók eftir að enn var löng röð fyrir utan Toys-verslunina þrátt fyrir kulda og vosbúð.Það var þó aðeins skárra veður þegar ég fór hehehe. Ekki eins hvasst allavega.

Góða helgi það sem eftir er af henniSmile


Hvernig

stendur á því að alltaf ef ég er að sækja einhvern,fara með einhvern eða bara fara sjálfur eða koma á Leifstöð þá er alltaf rigning og rok

Ætlaði að vera súper

og tók að mér það verk óbeðinn að setja upp risagluggatjöld í stofunni sem höfðu verið í hreinsun.Eftir smá vesen og brölt var dæmið búið. Nema að eitt var að.Sneru vitlaust,það sem inn átti að snúa sneri út svo allt var tekið niður og byrjað uppá nýtt Dæmið gekk síðan upp eftir 3ja skiptið. En þá var réttu gluggatjöldin komin upp. Eftir allt þetta var bara farið í vinnunna til að jafna sig á þessu öllu saman. Það verður sko langt þangað til að ég kem nálægt uppsetningu á gluggatjöldum. Svoleiðis verk er kannski svipað fyrir mér og fyrir kvenmann að skipta um sprungið dekk......úpps nú fæ ég allt kvenfólk á móti mér Hvað kostar farmiði til Jan Mayen?

Eftir að

hafa staðið í biðröð við nýju verslunina sem var að opna kaldur og veðurbarinn,fór ég eins og fyrri daginn niðrá hafsbotn. Í Hvalfjörðinn var farið í þetta sinn rétt fyrir utan hvalsstöðina. En sáum litið því skyggni var frekar lélegt. Slatti af marglyttum var eigilega það eina sem við sáum fyrir utan botnlífið en nóg var af krabba og kuðungum auk krossfiska. Tókum fáeina krabba og kuðunga upp,líka eitt stk krossfisk. En það var fyrir krakkahóp sem vildu fá eitthvað i hendurnar til að skoða sem voru i fjöruferð.

Svo er ég hættur að skilja Símann Er ekki með nein viðskipti við hann lengur en samt eru þeir símamenn að senda endalausa reikninga á gemsanúmer sem ég hef aldrei verið með eða á þau númer sem ég var með og lét loka fyrir hálfu ári Er t.d búinn að loka einu 3var sinnum núna á hálfu ári en það virðist alltaf samt sem áður vera i fullu gildi. Semsagt þreyttur á þessu.Devil


Stóð

í ca klukkutíma í bíðröð fyrir utan í skítakulda og ískaldri golu.Svo í ca 20 mín eftir innkaupakerru i annarri röð. Að versla tók svo ca 10-15 mín.Röðin að kassanum ca 15 mín Semsagt ca 2 klst bið fyrir 10 mín. En þessi nýja verslun er bara flott og algjör paradís fyrir yngri kynslóðina. Var settur í að versla   Bratz og  vélmenni. Svo mest af jólagjöfum í ár fyrir yngra liðið er komið..

Ýmislegt

Að borða 8 jarðaber gefur meira C vítamín en appelsína,og Winston gamli Churshill fæddist á kvennaklósetti,ennfremur að við hrerra stöðvast margt í líkamanum svosem hjartað.Thomas Edison sá sem kom ljósaperunni á framfæri var myrkfælinn mjög,og fullt nafn endurreisnarmálarans Michelangelo var Michelangelo di Lodonico di Lionardo di Buonarroto Simoni.

Kannski algjörlega óþarfar upplýsingar svona í morgunsárið á Fimmtudagsmorgni ....en samt..


hrekkur sem klikkaði

Á frí á morgun en ekkert má ég eiga frí.Búið er að panta mig sem bilstjóra í innkaupaferð eða kannski frekar innkaupaferðir (þegar kvenfólk á í hlut) Versla á hluta af jólagjöfum þessa árs og náttúrulega þarf stóran bíl (og góðann bílstjóra) Eitthvað grunar mig að ein af litlum frænkum mínum eigi hlut að máli.

Svo var það vinurinn sem fékk að kynnast Atlanhafsbotni og ætlaði að hefna sín Hann hefndi sín en á röngum aðila hehehe Hann vissi ekki að ég væri i vinnunni,úðaði úr spray á bilinn sem hann hélt að væri minn (spray sem næst úr í næsta þvotti hrekkjusvinaspray) Hringdi svo í mig til að tékka á viðbrögðum en fékk andlegt og líkamlegt vægt sjokk þegar hann fattaði misstökin.Síðast er ég vissi var hann að leita á netinu að ódýrum farmiða langt langt í burt.

Og svo er bölvanlega ískalt úti en það er í góðu lagi, er í íslenskri ull sem aldrei klikkar.

Yfir og út þar til næst...


Sökkti vini

bara svona af gamni mínu Hann hefur aldrei viljað að prófa það að fara á botn Atlanhafsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Hann hefur frekar viljað vera á yfirborðinu á kajak.Náði þó að koma honum niðrá hafsbotn reyndar ekki dýpra en ca 8-9 m en sama. Hann var að prófa nýja leikfangið sitt svona einsmanns stuttan kajak svona miniútgáfu. Og ég Devil sjálfur varð að gera eitthvað af mér svo útí fór ég á hálftómum kút laumaðist niður og undir og síðan upp og búmm Kajak með manni beinustu leið niður Þar sat kauði hissa á svip þegar ég kom til að bjarga honum. Hann hefur núna sórt þann eið að ná hefndum á einhvern hátt. Skrítið og ég sem geri ekki flugu mein........

Kafað á Þingvöllum

í skítakulda.Byrjuðum á Silfru sem er aðalköfunargjáin Tókum 2 kafanir Fyrst var farin hefðbundin köfunarleið Út Silfru í átt að vatni og snúið svo við. Svo var farið á nýjan stað við Silfru undir veginn og inní Kattargjá sem var mjög þröng og full af allskonar drasli svosem stórri tunnu og röri sem var okkur aðeins til trafalla.Þaðan var hægt að fara inn í næstu gjá en þó aðeins að taka búnaðinn af og ýta honum á undan Mæli ekki með þessari leið nema fyrir vana kafara. Fann 2 100kalla báða merkta.Annar merktur með bláum kross bæði framan og aftan Hinn merkur með svörtu eingöngu á bakhlið. Einnig fann ég 10 aura frá 1909 og var það reyndar algjör hending að ég tók eftir honum því ekki var hann það stór en lá á áberandi stað.Heitt kakó og heit sturta beið svo eftir manni við heimkomu Mætti svo í afmæli,eitt af mörgum þennann mánuðinn. Og skoðaði 2 stk íbúðir. Þá er það upptalið

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband