Leita í fréttum mbl.is

Einn nágranni,

einn af mörgum nýjum nágrönnum,var ekki alveg á því að trúa hversu auðvelt væri fyrir hvern sem er að fara inná skólalóð,inn í skólann og inn í stofu og færa nemanda á brott.Svo ég samdi við hann um að ég myndi sanna það fyrir honum. Dóttir hans er 10 ára gömul var fengin í málið og átti hún að koma sér fyrir á erfiðum stað í skólanum.Meðan faðir hans beið útifyrir í bil labbaði ég inn í skólann í frímínútum þegar allir eru frammi og úti. Mætti þessvegna fullt af börnum á leið út eða inn og engin af þeim kippti sér upp við að ég væri á vappinu Þar sem dóttirinn hafði komið sér fyrir einhversstaðar innan skólanns vissi ég ekkert um staðsetningu hennar og þurfti því að leita. Gekk framhjá nokkrum kennurum sem engin sýndi neinn lit á að athuga hvað ég væri að gera þarna. Síðan fann ég telpunna og farin var sama leið til baka Reyndar á bakaleiðinni var ég spurður af ræstitækni um hvert ég væri að fara með dömuna en ég sagði að ég hefði verið sendur til að sækja hana og málið var útrætt. Út var ég komin eftir ca 20 mín með dömuna sem tók mannráninu bara vel en faðirinn var hissa á hve auðvelt þetta var. Sýnir bara hvað öryggið er í raun i lamasessi Ég hefði getað verið klikkaður byssumaður,verið með sprengjubelti eða einhver öfuguggi að leit af bráð og gekk um alveg óhindraður um alla bygginguna án þess að nokkur gerði athugasemd nema ræstitæknir á síðustu metrunum út.

Í heimalandi konunar hefði ég ekki komist inná skólalóðina og ef ég hefði komist svo langt án þess að gera grein fyrir ferðum hefði ég verið skotin á færi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Runólfsdóttir

Ég er bara ekki hissa á þessu hér á Íslandi... allir jafn hrekklausir.

Anna Runólfsdóttir, 22.1.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Það er bara tímaspursmál hvenær einhver bölvaður perrinn labbar inn og framkvæmir eitthvað glæpsamlegt og um að gera að ýta á varnir strax

Ólafur fannberg, 22.1.2008 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband