Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Náði að hrekkja

einn i morgun sem átti frí og sefur þá alltaf frameftir. Nema í morgun hehehe. Bróðir hans á litla borðfallbyssu litla og sæta sem hægt er að skjóta úr Og miðað við stærð er hvellurinn ótrúlegur. Nema það,ég mætti snemma á hans mælikvarða og við bróðir hans settum púður í fallstykkið en svo kom ég því fyrir beint fyrir framan nefið á honum og svo var beðið uns kveikiþráðurinn brann upp. Hvellurinn kom,pappirskúla flaug út og lenti á nebbanum á kauða sem flaug upp. Hann hreinlega flaug upp úr kyrrstöðu og magalenti á gólfinu með tilheyrandi blótyrðum að ég held þar sem ég kann voðalega litið í málinu hans sem er pólska.Bróðir hans sem er yngri hljóp út í garð í kjölfarið enda sá nývaknaði vel vöðvaður og breiður. Ég náði því að komast í stofusófann og sat þar alveg saklaus er hann kom askvaðandi fram Þóttist vera að spila spil við krakkana hans og held ég hafi sloppið við grun.Bróðir hans afturá móti er í hættu.

Eins og einhver sagði forðum ÞAÐ ER GAMAN AÐ HREKKJA


18,05,2008

Fór með gemsann þennan klikkaða til að láta lita á hann.Svona við fyrstu læknisskoðun var álitið að ekki væri það verksmiðjugalli. Litill möguleiki á að vírus væri að verki því hann myndi ekki haga sér svona fjölbreytilega. Þeir ætla samt að athuga þann möguleika betur. Ekki heldur hægt að kenna geimverum um en draugar væru 1 % líklegir að koma sér í simaat hehe. Kemur bara seinna í ljós hvað sérfræðingarnir segja...ætti kannski að hafa samband við prest svona til að hafa varan á ef ske skyldi til að særa út hmm

Fékk síma í millitíðinni.

 


Það er draugur

í simanum mínum,allavega lætur hann skringilega. Slekkur á sér,kveikir á sér og á það til að breyta um hringitón án þess nokkur kemur nálægt. Vekjarinn breytir um tón og á það til að fara í gang hvenær sem er. Tekur myndir stundum óbeðinn líka. Búið að standa yfir í viku Þess á milli er hann eðlilegur eða þá barasta frosinn, er þá eins og læstur. Nýlegur sími. Ein frænkan segir að hann sé andsetinn en aðrir segja að það sé bara ofhleðsla sem veldur þessum breytingum Svo eru aðrir sem segja að hann sé bara verksmiðjugallaður. Þetta er allt saman geimverunum að kenna sko......

Bloggvinkonan

Linda G var að kvarta undan myndaleysi í síðustu bloggfærslu svo því var reddað snarlega,bara fyrir hana.

einn á ferðí kafifiskar á ferð


Kafað í mynni

Hvalfjarðar í stilltu hlýju sumarveðri í mjög góðu skyggni,innanum stóra torfu af ufsa.Fundum hluta af kafbátagirðingunni sem enn stendur uppi að mestu. Fundum ketil úr gömlum síðutogara og helling af ölflöskum breskum af uppruna. Fluttum okkur svo á Þingvelli og köfuðum útfrá einum sumarbústað á nýjum stað. Sem skemmtilega kom á óvart. Möruðum fyrst á ca 10-12 m en svo beint framaf niður á 19 m. Þar kom i ljós steinbogi sem hægt er að kafa i gegnum og skemmtileg sprunga sem liggur niðrávið.Hve djúpt vitum við ekki því við stoppuðum á 25 metrunum enda loft litið.

Mætti svo á vaktina um 13:00 verð til 22:00 Synd að vinna í svona góðu veðri.


Þar sem

tvær eða fleiri af hinu veika kyni koma saman,þar er hávaði. Komst að því síðustu daganna. Í afmælinu um daginn hjá kellu komu um 40 manns þar af um 30 af veika kyninu. Sem þýddi að ein talaði sem leiddi til þess að allar þurftu að tala líka og allar voru að reyna að yfirgnæfa hver aðra. Karlpeningurinn voru aftur á móti á lágu tónunum sem vart heyrðust fyrir hávaðamenguninni í hinum hehe. Skrítið lið þetta kvenfólk....

Fertugsafmæli

kellu var haldið í gær.Um 50 manns litu inn.Um tíma var það einsog að vera á háannatíma fugla í Látrabjargi. Allir að tala í einu eða frekar allar og allar að reyna að yfirgnæfa hverja aðra. Svo desibalaskalinn var sprengdur margfalt.

Ein fyrir

flughrædda:

fyrir flughrædda


Ef ég er

557 mánaðar og 16959 daga gamall,hvað er ég þá orðinn gamall ?

á talningunni að brátt verður talan 100.000. svo spurning dagsins er Hver verður sá/sú sem það hreppur?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband