Leita í fréttum mbl.is

Tími á blogg

Ekki haft tima að blogga enda fór ég á námskeið erlendis.Alla leið til Frönsku Polónesiu til að læra að kafa með hákörlum og umgangast þá á réttan hátt. Fyrst var bóklegt svo var farið í ferðir neðansjávar og þar þurfti maður að leysa verkefni sem snerist að hákörlunum. Námskeiðið var um 4 tegundir Reefs shark sem við þurftum að handmata Það var fjör og gott adrenalín. Allir komust í gegnum það heilir. Þá var það white tips en þá þurftum við eingöngu að vera inn á milli en þeir eru yfirleitt í hópum og komast uppá yfirborð með þá forvitna og hringsólandi umhverfis. Hammershark var næstur á dagsskrá líka hópdýr Vorum með um 20 stk í hóp en þeir vildu ekkert með okkur tala og létu sig hverfa um leið og þeir sáu okkur Þá var það bláháfurinn en eitthvað klikkaði það því kennararnir kölluðu okkur alla upp um leið og einn slíkur birtist. Síðasta daginn var farið hefðbundin köfun og heilsað uppá reefssharkinn aftur Þeir voru allt í kringum okkur til að byrja með en hurfu síðan allir sem einn. Það birtist í staðinn einn stakur á ferð á fullu farti og synti inn í miðjan köfununarhópinn,kennararnir gáfu merki upp og allir smástressaðir héldu upp Boðflennan kom aftur og náði myndavél af einum sem hélt þó puttunum en sá á eftir vélinni í gin boðflennunnar sem var ca 2-3 m langur tíkrishákarl, kvendýr í essinu sínu. Sem betur fer náði hann engu fleiru því einn af námskeiðahöldurum kveikti á búnaði sem myndar rafsvið umhverfis kafarann og fælir allt kvikt frá Reyndar voru allir með slíkan búnað en engin hafði rænu á að ræsa hann. Rest af köfun gekk vel fyrir utan eitt sem var að þegar liðið var á landleið uppí fjöru tók einn uppá því að grípa í ál sem var vel stuðaður og gaf stuð í viðkomandi sem var í mjög litlu stuði það sem eftir var dags nema þá rafstuði. Það má segja að þetta var kærkomin hvíld frá bankahruni og öðru tengdu...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það eru aldeilis ævintýri sem þú lendir í. Ekki myndu allir þora í svona námseið. Það er ég viss  um.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Líney

hrollur

Líney, 19.2.2009 kl. 14:32

3 Smámynd: Helga Linnet

Örugglega skemmtilegt ævintýri. Ætla samt að halda mér ofansjávar!

Helga Linnet, 20.2.2009 kl. 12:49

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Þetta hefur verið skemmtilegt hjá þér,gott að hvíla sig aðeins á leiðyndunum hér heima

Guðný Einarsdóttir, 21.2.2009 kl. 00:08

5 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Vá maður fær bara smá hroll en samt spenandi , eigðu góða helgi knús og kelm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 27.2.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband