Leita í fréttum mbl.is

Var að finna eina góða

gamla loggbókarfærslu frá 2002.Var þá að kafa á Filippseyjum.Ég einn innfæddur og Skoti sem bjó og býr ennþá þarna úti.Og við vorum algjörir skrattapúkar. Á þessu tiltekna svæði er mikið um svokallaða sjóræningja sem eltast við snekkjur og leigubáta sem gjarnan túristar taka á leigu.Fyrsta reglan er að hleypa engum öðrum bát að nema þú þekkir viðkomandi.

Köfuðum frá landi Skotinn var með eitthvað í poka sem hann tók með sér niður. Svo í miðri köfun komum við að akkerisfestingum og dóluðum okkur upp eftir henni Sá skoski fyrstur og ég síðastur.Skotinn leit pínu upp og fór snögglega niður aftur opnaði pokann og dró úr honum svartan fána með hauskúpu hvítri sem allir þekkja. Upp fórum við og viðbrögðin um borð voru eftir því,köll og læti og fjaðrafok. En sem betur fer var þetta vinur þess skoska sem jafnaði sig fljótt á uppitækinu en hélt fyrst að þetta væri ný lína hjá sjóræningjum að koma þessa leið.

Þess má geta að á Filippseyjum eru sjóræningjar settir beint á aftökulista stjórnvalda ef til þeirra næst. Svo við voru bara heppnir að hitta á rétta bátinn til að hrella saklausa....hohoho...

fáni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þessi var góð.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

púki

Kristberg Snjólfsson, 27.3.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Þórdís Guðmundsdóttir, 27.3.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Bölvaðir ormar eru þið

En ljótt að heyra um meðferð sjóræningjannaveistu það að samkvænt spámiðli einum ku ég hafa verið sjóræningi í fyra lífi

Solla Guðjóns, 27.3.2008 kl. 11:38

5 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þið hafið verið og þú ert enn greinilega mikið hrekkjusvín í þér Æðislegt.  Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 16:20

6 Smámynd: www.zordis.com

Hvernig bregstu við hrekk sjálfur??????????????????????????

Svei mér ég held að þú elskir að vera hrekktur og hrekkja út í eitt.

Bestu kveðjur í undirdjúpin!

www.zordis.com, 27.3.2008 kl. 18:58

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Er það ekki toppurinn á tilverunni (undir yfirborðinu) að fá að kafa á slíkum stöðum eða yfirleitt að fá að kafa. Virkar ótrúlega spennandi og eftirsóknarvert. Ég samgleðst þér.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.3.2008 kl. 19:54

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 22:30

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá eins gott að hann var ekki tekinn. En þessi var góður.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.3.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband