Leita í fréttum mbl.is

Fór í ís...

kalda baðferð í Silfru svona til að kæla mann aðeins fyrir langa vinnuvakt. Ætlaði ekki að nenna enda af fenginni reynslu vissi ég að það yrði kalt þrátt fyrir þurrgalla og allt það.En lét undan miklum yfirþrýstingi. Útí var farið í - 4 lofthita og vatnið í gjánni var kalt. Eftir 3-5 minútur var maður hættur að finna fyrir puttunum Vissi bara af þeim af því maður sá þá. Skelltum okkur niðrí myrkrið á 43 metrunum í byrjun en héldum svo út gjána útí vatn. Eftir ca 47 mínútur hætti þurrgallinn að halda hita og við vorum komnir á skjálftavaktina og að taka af okkur fitin i lok köfunar var erfitt því öll tilfinning i puttunum var farin svo einfaldar aðgerðir eins og að taka fit og gleraugu voru meiriháttar og kvalafullar aðgerðir. Búnaðurinn hélaði um leið og á þurrt var komið Hanskarnir frusu við gallann og rennilásar frusu svo illa gekk að afklæðast gallanum. En heitt vatn reddaði málum. Hittum fáeina ískalda túrista sem þótti það klikkun að vera að kafa í þessum kulda. En fylgdust vel með og tóku óspart myndir svo maður fór í allar pósestöðurnar sem Tyra B er búinn að innprenta í landsmenn í þáttaröð sinni american next model. Eftir að í bæinn var komið var farið beint á vaktina.

silfra  c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_kafari_111485.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Burr manni verður kalt við lesturinn

Kristberg Snjólfsson, 27.12.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalegur kuldi ... er engin hætta að það flagni af ykkur tær eða puttar???  En þetta hefur verið fegurðarinnar virði, eða er útlitið þarna niðri dekkra?  Þú ert með flass á vélinni og væntanlega einhverja lýsingu í höfuðbúnaði (gömul og grúvý ljósapera) ....

Hafðu það gott og vona að kroppurinn sé orðinn heitur.

www.zordis.com, 27.12.2007 kl. 11:54

3 Smámynd: Ólafur fannberg

flass og vasaljós fyrir neðan 30 metranna annars bara dagsbirtan. Enn sem komið er hefur tær og fingur ekki kalið en þetta er fegurðinnar virði. Það er ein af mörgum ástæðum þess að maður fer i kaf, að sjá óspillta fegurð hafdjúpanna.

Ólafur fannberg, 27.12.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Úff ekki langar mig í þennan kulda. Myndin á færslunni á undan er allveg sérstaklega falleg. Hafðu það gott um áramótin.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.12.2007 kl. 14:48

5 Smámynd: Solla Guðjóns

ertu masókisti eða hvað......nei þú ert dellukall sem lætur fátt stoppa þig og flott PÓSIÐ

Solla Guðjóns, 27.12.2007 kl. 16:45

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér var kalt þegar ég las þetta úff.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband