Leita í fréttum mbl.is

stríðsleikur....

Það var vinsælt í den að leika atburði seinna stríðs í minu ungdæmi...eitt skipti vorum við strákarnir að leika Breta á móti Þýskurum Ég varí liði germana...vorum búnir að finna upp nýtt og skætt vopn. Hálfgerða vélbyssu handsnúna sem skaut kartöflum en var þung og þrýstiloftssprengivörpu sem notuð var að þruma skemmdum kartöflum á óvinaliðin sem hafði þau áhrif að sá sem fékk drit úr henni missti yfirleitt alla löngun til að halda áfram......Við vorum á undanhaldi hröðu seint á ágústkvöldi og flúðum í gamalt yfirgefið steinhús sem var illræmt í þorpinu vegna þess að þar átti að vera reimt. Aðstaðan var þannig að þegar inn var komið var smágangur inn og tréstigi uppá aðra hæð eldhúsið var til hliðar við útidyrnar. Við komum okkur fyrir með þessa þungu kartöfluvélbyssu þar og pumpuðum á bretanna grimmt. Svo heyrðist skruðningur fyrir ofan og tramp niður stigann Allir inni urðu hræddir engir vildu taka sénsinn að fara fram svo vélbyssan flaug út um eldhúsgluggann og við allir á eftir. Þeir sem voru útivið í hlutverki Breta brugðu við þessa útrás höfðu ekkert svar og lögðu á flótta...Þess má geta að á þessu undanhaldi beggja liða hlupu sumir úr liði þýskara miklu hraðar en hinir og voru komnir langt framúr þeim. Þetta hús brann svo fáeinum mánuðum síðar án neinna skýringa....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

spúkí en skemmtileg frásögn

Margrét M, 31.1.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Bragi Einarsson

hehe, þetta er algjört FlashBack!

Bragi Einarsson, 31.1.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh..bömmer! Strákar fengu alltaf að vera í skemmtilegustu leikjunum! 

Heiða B. Heiðars, 31.1.2007 kl. 10:09

4 Smámynd: Kolla

Hehe, ætli það hafi einhver eða eitthvað enþá búið í húsinu? Skemtileg frásögn

Knús 

Kolla, 31.1.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband